
Um félagið
Hið íslenska svefnfélag var stofnað árið 1991. Þetta félag er ætlað þeim sem hafa áhuga á rannsóknum og þekkingu á svefni, vöku og vandamálum og sjúkdómum þessu tengt, aukinni innlendri þekkingaröflun um þetta efni og útbreiðslu slíkrar þekkingar hér á landi.
Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum rannsóknum hér á landi á eðlilegum svefni ásamt truflunum á svefni og vöku ásamt því að útbreiða þekkingu á meðal heilbrigðisstétta og almennings á mikilvægi þekkingar á svefni og vöku fyrir heildar heilbrigði mannsins.
Einnig er það markmið félagsins að fylgjast með því að svefni og svefnvandamálum sé gerð nægilega góð skil í námi heilbrigðisstarfsmanna.
Að auki reynir félagið að stuðla að samvinnu og samstarfi á milli þeirra er vinna að svefnrannsóknum og þeirra er vinna klínísk störf tengd svefnvandamálum og sjúkdómum, ásamt því að stuðla að samvinnu og samstarfi á milli hinna mismunandi faghópa sem fást við svefnvandamál.
Stjórn félagsins

Erla
Björnsdóttir
Formaður

Jordan
Cunningham
Varaformaður

Michael
Clausen
Meðstjórnandi

Rúna Sif
Stefánsdóttir
Gjaldkeri
